Þróun námsörðugleika í 6 skrefum

Þróun námsörðugleika í 6 skrefum

Eins og nærri má geta liggja margvíslegar ástæður að baki námsörðugleikum.  En skyldi vera að þróun þeirra sé fyrirsjáanleg og með hvaða hætti væri þá mögulegt að stöðva þá þróun áður en í óefni er komið?

Námsörðugleikar skapa spennu og kvíða

Námsörðugleikar skapa spennu og kvíða

“Nemendur með sértæka námsörðugleika eru yfirleitt meðalgreindir eða þar yfir en eiga erfitt með nám í einhverjum af grunngreinunum lestri, skrift, stafsetningu eða stærðfræði” (skilgreining tekin af vef www.jgh.is)

Semsagt, nemendur sem mælast með meðalgreind eða þar yfir og lenda í erfiðleikum með grunngreinar eins og lestur og skrift teljast glíma við sértæka námsörðuleika.

Spurning 1

Ef greind nemandans er um eða yfir meðallagi, er þá mögulegt að námsaðferðin sjálf sé slök eða henti einstaklingnum ekki nógu vel?

Spurning 2

Getur verið að sértæka námsörðugleika megi rekja til aðferðarinnar sem notuð er og viðbrögð nemandans við henni, fremur en að nemandinn sjálfur geti ekki lært?

Svona gæti námsörðugleikaferlið lýst sér:

  1. Einstaklingurinn upplifir óvissu (tákn, orð eða verkefni)
  2. Óvissan bjagar skynjunina og þar með upplifun nemandans af tákninu/verkefninu
  3. Röng gögn (stafir/orð/fyrirmæli) leiða til rangrar útkomu
  4. Einstaklingurinn gerir þ.a.l. mistök (notar oft ágiskanir)
  5. Mistök leiða til tilfinningaviðbragða (reiði, vonbrigði, ótti o.s.frv.)
  6. Einstaklingurinn skapar áráttulausnir(sjá neðar) til að fyrirbyggja slæm tilfinningaviðbrögð og að ferlið endurtaki sig.Áráttulausnir geta m.a. birst í því að nemandinn:
  • Óttast að takast á við verkefnið
  • Reynir að koma sér undan verkefnum
  • Skrópar
  • Sýnir af sér slæma hegðunlætur vinna verkefni fyrir sig
  • Er oft “veikur” (t.d. illt í maganum, höfuðverkur)
  • Lætur sér námið í léttu rúmi liggja; kæruleysi
Vítahringur námsörðugleika

Vítahringur námsörðugleika

Meðan nemandinn beitir áráttulausnum í námi sínu munu erfiðleikarnir ekki hverfa.

Nemandinn upplifir óvissu og notar ágiskanir sem útgönguleið og gerir því ítrekað mistök.
Eitt meginmarkmiða Davis leiðréttingar er að eyða óvissu.  Segja má að allir þeir sem glíma við námsörðugleika af einhverju tagi, hvort sem er í stærðfræði eða lestri, gera það vegna óvissu.

Óvissan birtist sem ruglingur á tilteknum sviðum.  Dæmi um þetta eru stafaruglingur, ruglingur með orð eða reglur.  Óvissan slítur í sundur samhengið og þar með eru forsendur nemandans til að skilja brostnar.  Afleiðing af slíkum ruglingi með tákn birtist oftar en ekki sem lestrarörðugleikar og/eða stærðfræðiörðugleikar.

Davis lesblindunámskeið einblínir á lestur og lestrarvanda – en oft nýtast aðferðirnar vel til að greiða úr flæku sem hefur skapast á öðrum sviðum náms líka.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!