Þetta þarftu að vita um Numgeg.

Þetta þarftu að vita um Numgeg.

Stafaspeglun er þekkt lesblindueinkenni. Eitt margra. En hvað með að spegla heilu orðin?
Þú átt e.t.v. barn sem hefur ruglast á bókstöfunum „b“ og „d“. Hann er sérstaklega algengur meðal byrjenda í lestri (svo algengur að hann fær mann næstum til að halda að lesblinda sé eðlilegt ástand).Algengast er að ruglast á táknum sem líkjast öðrum táknum. Ruglingurinn (óvissan) getur komið upp hvort sem táknin líkjast í útliti eða hljóði (s.s. „f“ og „v“).
Í Davis hugmyndafræðinni er talað um „hugarauga“ (e. Minds-eye), en hugarauga er í raun ímyndunarafl okkar. Þegar þú sérð eitthvað fyrir þér, þá „horfir“ þú með hugarauganu.

Lesblindum gengum alla jafna mun betur í verklegum fögum (sjónrænum, listrænum) en bóklegum. Svo mikill er munurinn að við getum næstum dregið línu milli tvívíddar (lestur,ritun osfrv.) og þrívíddar (sjónrænt, verklegt).

Hugsanir eru hlutir

Algengt er að lesblindur einstaklingur upplifir hugsanir sínar sem hluti. Hann „horfir“ á hugsanir sínar. Athugaðu að í þrívídd skiptir sjónarhornið ekki máli. Bíll er bíll og epli er epli, sama hvaðan er horft.

Öðru máli gegnir um tvívíð tákn. „b“ er „d“ sé því snúið. Og samlagning („+“) verður margföldun („x“) sé tákninu snúið.
Og hvað ræður sjónarhorni viðkomandi? Áðurnefnt hugarauga. Mundu að í þrívídd er auðvelt að velta hlutum fyrir sér – bókstaflega. Þegar þú hugsar um (sérð fyrir þér) stól þá má hann í sjálfu sér snúa hvernig sem er. Stóll er einfaldlega stóll.

En þegar þú hugsar um „b“ þá er „b“ aðeins „b“ ef það snýr rétt. Annars breytist það í „p“, „d“ eða jafnvel „q“.

Á þessari mynd sést hvernig lesblindur nemandi á Davis lesblindunámskeiði leiraði orðið „gegnum“. Þrátt fyrir að hafa fyrirmynd orðsins fyrir framan sig þá getur þetta gerst.

Nemandinn leirar "gegnum" afturábak

Nemandinn leirar “gegnum” afturábak

Hvernig má það vera? Samkvæmt Davis kenningunni er þetta birtingarmynd þess að hugaraugað sér orðið frá öðrum sjónarhorni. Myndin sem nemandinn sér í huganum (og trúir að sé rétt) er ekki sama myndin sem er á borðinu. Myndin í huganum er einungis túlkun hugans á raunverulegu myndinni, og þótt sú mynd sé bjöguð þá trúir nemandinn skynjun sinni og sér því ekkert athugavert við þetta.

 

 
gegnumMorguninn eftir þegar nemandinn mætir til leiks á Davis lesblindunámskeiðið, þá var þetta það fyrsta sem hann sá, og hann skildi í raun ekkert í því hvernig hann gat gert þetta svona vitlaust.

Þessi brenglun á skynjun (þegar hugurinn sér eitthvað annað en augun sjá) er kalla skynvilla.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!