Sérkennari mælir með rafbókum

Í Fréttatímanum (28.1.2011) er fjallað um rafbækur og möguleika þeirra.  M.a. er vísað í Guðbjörgu Emilsdóttur, sérkennara hjá Snælandsskóla og Davis leiðbeinanda, sem segist mæla með notkun þeirra.  “Svo spennt að hún las stundum langt fram á kvöld” segir móðir.

Amazon Kindle

“Rafbækur opna fólki með lestrarörðugleika nýja möguleika” segir m.a. í greininni.   Móðir 14 ára stúlku með væga lestrarerfiðleika greinir svo frá:

“Stúlkan hafði átt erfitt með að læra að lesa, víxlaði lengi bókstöfum í miðju orði og ruglaðist stundum á tölustöfum.  Hún las lítið sér til ánægju og þá einungis bækur með stóru letri”.  Margir foreldrar þekkja það vandamál að úrval bóka í góðu letri er afar takmarkað.  Börn sem glíma við lestrarörðugleika þurfa oft að lesa léttlestrar- eða barnabækur sem hæfa ekki þeirra aldri.  Það dregur enn frekar úr áhuga þeirra á lestri.

Um lestölvur (sbr. Amazon Kindle) gegnir öðru máli.  Lestölvan býður lesandanum upp á að breyta bæði leturstærð og tegund.  Það getur auðveldað lesturinn til muna.

Greinin heldur áfram:  “Í lestrartækinu gat stúlkan hins vegar stillt letrið að vild, bæði stærð og leturtegund.”  Móðir hennar segir svo frá: “Hún hafði bókstafina frekar stóra og las bókina svo á nokkrum kvöldum, var svo spennt að hún las stundum langt fram á kvöld og hafði mikla ánægju af.  Þetta er fyrsta unglingabókin sem hún hefur lesið.  Þetta var mjög jákvæð reynsla fyrir hana og hún myndi gjarnan lesa fleiri bækur á þennan hátt. ”

Yfirþyrmandi?

Guðbjörg Emilsdóttir er sérkennari í Snælandsskóla og Davis lesblinduráðgjafi.   Hún fékk þrjá unglingsdrengi til að prófa lestölvuna og þeir eiga það sameiginlegt að vera lesblindir og með athyglina á flökti.  Athugið að hér er verið að taka lestölvuna til kostanna af afar gagnrýnum hópi.  Nemendur sem eiga erfitt með að lesa og eru almennt viðkvæmir fyrir birtustigi, bakgrunnslit og leturgerðum.

Guðbjörg segir: “…kostirnir í þeirra augum hefðu helstir verið að um var að ræða tæki en ekki bók.  Drengjunum fannst mikill kostur að geta stækkað letrið.  Lítið var því á hverri blaðsíðu sem virkaði ekki eins yfirþyrmandi og í hefðbundinni bók.  Þá er tækið létt og auðvelt að taka það með sér og vera með uppi í rúmi eða hvar sem er.”

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!