Saga viðskiptavinar

„Ég hafði glímt við svefnleysi í nokkur ár. Ég átti erfitt með að sofna, vaknaði ítrekað á nóttunni, allt að 5-10 sinnum. Ég var alltaf þreyttur af þessum sökum. Stundum náði ég að sofna fljótt en vaknaði þá oft eftir uþb. Klukkutíma og átti erfitt með að sofna aftur.”Þetta segir fullorðinn viðskiptavinur sem kynntist Hemi-Sync hljóðdiskunum í haust. Hann heldur áfram:
“Ég er greindur með ofvirkni (ADHD) og hef notað Concerta til að reyna að kyrra hugann.
Í haust var ég alveg að gefast upp á þessu og fékk svefnlyf. Þau virkuðu sem skyldi en aukaverkanirnar voru vondar. Mér fannst ég verða var við hreyfingu í öllum skúmaskotum og þjáðist af martröðum. Þetta líktist hálfgerðum tremma og ég vaknaði oft lafhræddur.”

“Þegar ég heyrði af Hemi-Sync hljóðdiskunum í haust ákvað ég að reyna þá. Ég hætti á lyfjunum og hlustaði á Hemi-Sync slökunardiskinn fyrir svefninn.”

“Diskurinn virkaði svo til strax, hljóðið hafði strax góð áhrif á mig. Mér gekk strax betur að sofna og ég svaf oft alla nóttina. Ég vakna kannski einu sinni en á þá auðvelt með að sofna aftur og þarf ekki diskinn við það.
Áður átti ég erfitt með að liggja kyrr, hugurinn var alltaf út um allt. Diskurinn hefur mjög góð og róandi áhrif og ég sofna iðulegast með tónlistina í gangi.“
– Þórður

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!