Orsök námsörðugleika?

Orsök námsörðugleika?

Er skynvilla orsök námsörðugleika? Hvað er “skynvilla”?  Skynvilla (e. Disorientation) er tímabundið hugarástand.  Margir þekkja það sem augnablikið sem þeir „detta út“. Skynvilla er það þegar við erum ekki upptekin af umhverfinu, heldur okkar eigin hugsunum.

Davis lesblindunámskeið notast við leir

Davis lesblindunámskeið notast við leir

Skynvillu má í raun kalla ímyndun. Þegar við ímyndum okkur eitthvað (t.d. tómat) – sjáum eitthvað fyrir okkur – þá telst það vera skynvilla. Dagdraumar, sem og draumar – eru skynvilla.

Ron Davis, höfundur Davis lesblindukerfisins, skilgreinir skynvillu sem rót námsörðugleika. Hvernig má það vera? Jú, skynvilla er í raun ósjálfráð viðbrögð hugans við óvissu. Óvissa er það sem við upplifum þegar við skynjum eitthvað (sjáum eða heyrum) sem við skiljum ekki eða getum ekki fest hönd á.

Dæmi: Þú uppgötvar að þú finnur ekki símann þinn. Samstundis reynir þú að sjá fyrir þér staði sem þú gætir hafa lagt hann frá þér…í huganum. Þér finnst þú hafa gott sjónminni. Þessi viðbrögð hugans eru ósjálfráð og mætti kalla skynvillu.

Skynvilla er semsagt leið hugans til að eyða óvissu sem komin er upp. En skynvilla er andstæða „athyglinnar“ eða „einbeitingar“. Það að athyglin og skynvillan séu andstæður segir okkur að augnablikin sem við erum skynvillt þá dofnar athyglin. Við meðtökum umhverfi okkar ekki jafn vel í skynvilltu ástandi og annars væri. Við erum „utan við okkur“. Skynvilla varir oftast stutt, allt frá örstuttum augnablikum upp í nokkurn tíma, heilu kennslustundirnar ef svo ber undir.

Þegar við vitum svarið við einhverju, þá þurfum við ekki skynvillu. Það þýðir að við getum svarað strax, án umhugsunar og hiks. En stundum þurfum við að hugsa okkur um – þá verður við skynvillt meðan á því stendur.

Skynvillan bjargar okkur því oft þegar við þurfum að muna eitthvað. En hvenær verður skynvillan til trafala?
Þegar nemandi getur ekki lært eitthvað, skilur ekki eitthvað, þá verður hann skynvilltur.  Nemandi sem upplifir ítrekaða óvissu í sömu aðstæðum verður ítrekað skynvilltur. Mundu að við missum athygli meðan skynvillan varir og því meðtekur nemandinn ekki fyrirmæli eða útskýringar meðan á skynvillu stendur. Hann er einfaldlega að brjóta heilann um eitthvað annað.

Þetta veldur ruglingi. Ruglingurinn eða óvissan veldur skynvillu hjá nemandanum. Hann þarf að „hugsa“ þegar hann sér bókstafinn.
Þegar bókstafur eða orð veldur ítrekað óvissu, þá er táknið sjálft orðið orsök skynvillunnar. Slík tákn köllum við „kveikjur“ og „kveikjuorð“. Þau kveikja á skynvillu.

Nemandi sem upplifir þessa tilfinningu ítrekað (þ.e. skynvillu) þegar hann sér stafi eða orð, getur þróað með sér lesblindu.  Athugaðu að lesblinda er greind út frá einkennum, eins og ég skrifaði áður um í póstinum 7 algeng einkenni lesblindu.

wp-footer

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!