Ókeypis lestrarþjálfun fyrir byrjendur

Ókeypis lestrarþjálfun fyrir byrjendur

Léttlestrarklúbbur Betra náms veitir foreldrum byrjenda aðgang að ókeypis þjálfunarefni.  Hugmyndin er að auka framboð þjálfunarefnis auk þess þægilegt getur verið að krydda annars tilbreytingarsnauðar lesæfingar.Skráning í Léttlestrarklúbbinn er ókeypis eins  og áður sagði og byggir þjálfunin að mestu leyti á sérforrituðum Microsoft Powerpoint glærum og PDF æfingum til útprentunar.Á u.þ.b. tveggja vikna fresti fá þátttakendur sent til sín í tölvupóst nýtt léttlestrarefni.  Skynsamlegt er að taka stutt rennsli í æfingunum daglega.  Magninu er stillt í hóf þar sem þetta er viðbót við hefðbundinn heimalestur.

Það er vert að taka það fram að Léttlestrarklúbburinn er ekki bókaklúbbur.  Sögur eru í algjörum minnihluta.  Þetta er öðru fremur orðaþjálfun þar sem notast er við litríkar Powerpiont glærur til að fanga athygli nemandans.

Efnið er sniðið að þörfum byrjenda í lestri, einkum barna í 1. eða 2. bekk.

Grunnhugmyndin er nokkuð ólík hefðbundnum lesæfingum, þar sem markmiðið er einkum að þjálfa nemandann í að þekkja orðin út frá útliti.  Þannig er reynt að stytta tímann sem barnið þarf að hljóða sig í gegnum orðið.

Ef nemandi þekkir orð sem hann lítur á (bæði útlit og merkingu), þá á hann ekki í vandræðum með að segja það upphátt sem hann er að hugsa.  Þetta er það sem gerist þegar við lesum.

Málið vandast hins vegar þegar nemandinn sér orð sem hann þekkir ekki nægilega vel.  Þá veit hann ekki hvað hann á að segja og beitir fyrir sig hljóðun.

Hljóðun er nauðsynlegur þáttur af lestrarnámi hvers nemanda, en markmiðið er engu að síður að stytta þann tíma sem nemandinn hljóðar.  Í starfi mínu hitti ég oft nemendur sem hljóða enn þrátt fyrir að vera komnir í 4.-5. bekk.

Það sér það hver maður að slík staða er ekki góð.

Ég vona að léttlestrarefnið eigi eftir að koma sem flestum foreldrum og börnum þeirra til góðs.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Trackbacks

  1. […] erfitt með að lesa?  Lærum við orð hraðar með sumum aðferðum en öðrum? Í tengslum við Léttlestrarnámskeiðið langar mig að koma inn á þennan punkt nákvæmlega.  Margir foreldrar þekkja þá reynslu að […]

Hvað finnst þér? Sendu línu!