Lesblinda – hvað er það?

Lesblinda (dyslexia) er samheiti einkenna sem eiga það fyrst og fremst sameiginlegt að trufla fólk við lestur. Erfiðleikarnir birtast í mismunandi myndum, og má nefna þá helstu hér:

Lesblinda (dyslexia), skrifblinda (dysgraphia), reikniblinda (dyscalculia), athyglisbrestur (ADD) og athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD).

Einkenni lesblindu geta verið mjög breytileg frá einum manni til annars. Eftirfarandi er listi algengra einkenna, en hafa ber í huga að mörg þeirra eru fullkomlega eðlileg og þurfa ekki að tákna neitt slæmt – það er eðlilegt fyrir börn að gera þessi “mistök”, það er hluti af því að læra og þroskast. Einkennunum er grófskipt eftir aldri, en skiptingin takmarkast ekki við það.

Leikskólaaldur – Barnið er:
Óvenju snemmt til gangs
Mjög forvitið
Leikur sér lengi – einsamalt
Sýnir ekki mikinn áhuga á því að læra bókstafi
Listhneigt – sýnir snemma listræna tilburði
Lærir seint að telja
Erfiðleikar við að læra litina
Hvatvíst
“Duglegt” og “gáfað”, þykir jafnvel á undan, miklar væntingar til grunnskólanáms

Grunnskólaaldur – Nemandinn:
Stendur ekki undir væntingum í bóknámi
Er ókyrr í kennslustundum
Lærir seint og illa að lesa
Þjáist af tíðum höfuðverk, magaverk og/eða svima
Missir snemma áhuga á skóla
Leikur sér fram eftir aldri í leikjum sem einkennt gætu yngri börn
Þykir “seinn til”, “Gæti gert betur” o.s.frv.
Lærir seint á klukku
Óstundvísi
Óreiða í herbergi og námsgögnum
Flótti frá námsefni og undanbrögð
“Les” ennþá myndasögur
Er hæglæs, gerir ítrekað sömu “mistökin”
Hefur mjög slæma rithönd
Erfiðleikar við að læra grunnaðgerðir í stærðfræði (samlagning/frádráttur)
Margföldunartaflan “síast” illa inn
Skilur fljótlega enskt mál v. sjónvarpsáhorfs – en skrifar illa
Á í erfiðleikum með sjónvarpstexta – en enskukunnáttan bjargar honum
Virðist utanveltu í kennslustundum, er “dagdreyminn”
Hefur lágt sjálfsmat
Uppsker ekki eins og hann sáir.
Á í erfiðleikum með hegðun

Sem fyrr segir er listanum einungis ætlað að vera til hliðsjónar.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Trackbacks

  1. […] Bara þetta er nóg!  Nemandi sem upplifir þetta getur glímt við mikla erfiðleika í námi, í það minnsta staðið frammi fyrir miklum áskorunum.  Þetta er veruleiki margra lesblindra nemenda en lesblinda er gríðarlega útbreitt vandamál þótt einkennin séu missterk milli einstaklinga.  Þú getur lesið nánar um lesblindu og einkenni hennar hér. […]

Hvað finnst þér? Sendu línu!