Lærir þú best undir pressu? Þú heldur það já…

Lærir þú best undir pressu? Þú heldur það já…

Margir telja sig læra best undir pressu. Það er ofast fólkið sem á erfitt með að koma sér að verki og dregast hægt og rólega aftur úr.Ákveðin streita er mjög góð, athyglin eykst og einbeitingin verður skarpari. Þú kemst í ákveðið “stuð” til að ljúka því sem þú ert að gera.

Streita dregur úr afköstum og frammistöðu

Streita dregur úr afköstum og frammistöðu

En of mikil streita er beinlínis hættuleg. Jafnvel lítil streita getur haft takmarkandi áhrif á frammistöðu. Þú kannast e.t.v. að geta ekki svarað spurningum á prófi, sem þú mætavel veist svarið við. Eða þá að finna ekki bíllyklana þegar þú ert orðin of sein(n) út úr húsi og hleypur í hringi?  Spenna gerir einmitt þetta, þrengir fókusinn. Sjónsviðið þrengist og hugsanirnar einnig.

Eins og að horfa í gegnum sogrör

Einbeitingin eykst, hún beinist að smærra svæði!  En stundum er nauðsynlegt að sjá hluti í víðara samhengi. Að brjóta heilann! Slökun hefur öfug áhrif. Prófaðu að anda djúpt og láta axlir síga næst þegar þú finnur fyrir spennu. Það hefur undantekningarlaust góð áhrif á minni og eftirtekt.

Af þessum sökum er auðvelt að sjá það að nemanda þarf að líða vel svo hann geti lært. Hann þarf að vera “opinn” og móttækilegur fyrir nýjum hlutum. Ef eitthvað ógnar nemandanum (t.d. ótti við að gera mistök, vanmáttarkennd gagnvart verkefninu) þá veldur það spennu sem samstundis og undantekningarlaus dregur úr námsgetu hans. Nemandi sem er spenntur, æstur, leiður eða reiður er ekki í hugarástandi til að læra.

Undirvitundin skimar umhverfið fyrir ógnunum. Taktu eftir að ég sagði undirvitundin. Ekki meðvitund. Það þýðir að við verðum ekki vör við að hluti heilans vinnur eins og reykskynjari.

Völundarhús

Völundarhús

Hópur manna tók þátt í merkilegri rannsókn sem sýndi fram á ótrúlega virkni í þessu sambandi.  Þátttakendum var skipt í 2 hópa sem áttu að leysa þraut sem krafðist einbeitingar. Verkefnið var einfalt, að finna leið fyrir mús út úr völundarhúsi. Í öðrum hópnum endaði músin á osti (verðlaun), en hinn hópurinn leiddi músina að uglu (ógn). Auðvitað er þetta ekki raunveruleg ógn, en ógn engu að síður. Með því að leysa verkefnið fyrir músina voru þeir að vissu leyti settir í hennar spor. Þeir “tengdust” henni.

Eftir að hafa leyst þetta verkefni fengu hóparnir annað verkefni sem krafðist sköpunargáfu. Þá reynir á að vera slakur og geta látið hugarnn reika, fá hugmyndir.

Niðurstaðan var sláandi

Hópurinn sem leiddi músina að uglunni stóð sig mun verr í seinna verkefninu en hinn, það munaði heilum 50% á frammistöðunni! Þetta var fullorðið fólk sem vann saklaust verkefni í öruggu umhverfi.

Það skyldi engan undra hvaða áhrif streita hefur á unga nemendur sem glíma við námsörðugleika hefur á frammistöðu þeirra.

email-footer

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!