Viltu bæta enskukunnáttuna án bóka og málfræðiæfinga? Bæta orðaforðann og efla sjálfsöryggið?

Viltu bæta enskukunnáttuna án bóka og málfræðiæfinga? Bæta orðaforðann og efla sjálfsöryggið?

Ert þú ein(n) af þeim sem hefur lengi langað að læra enskuna betur. Að geta talað og skilið hana án erfiðis og án þess að stama?  Betra nám býður upp á traust og einföld enskunámskeið sem henta þeim sem vilja læra tungumál á eigin forsendum – án bóka.

Learn Real English er einfalt en öflugt enskunámskeið

Learn Real English er einfalt en öflugt enskunámskeið

Við höfum öll reynt að læra tungumál í skóla. Það er alls ekki auðvelt. Ástæðan liggur einna helst í kennsluaðferðum sem eru algjörlega á skjön við eðlilega tungumálakennslu.

Í skóla er megináherslan á ritun og málfræði. Kennslubækurnar eru (eðlilega) lesnar. Æfingarnar eru (eðlilega) skriflega. Munnlegar æfingar eru þarna líka en bara í allt, allt of litlum mæli.
Við lærum tungumál með hlustun. Fyrst og síðast hlustun.

Viltu getað tjáð þig betur á ferðalögum?

Viltu getað tjáð þig betur á ferðalögum?

Ef þú ert ekki í skóla en vilt læra ensku á eigin forsendum, þá stendur þú frammi fyrir því að fara á tungumálanámskeið eða að taka hlutina í eigin hendur.

Flest tungumálanámskeið ná yfir fyrirfram ákveðið tímabil (t.d. 4-8 vikur), því ekki getur þú haft aðgang að kennara langt umfram tímaskeið námskeiðsins.  Það segir sig sjálft að enginn lærir tungumál á 8 vikum.

Ég veit af mörgum sem hafa skráð sig á tungumálanámskeið til að láta gamlan draum rætast en orðið fyrir miklum vonbrigðum.

  • Gengur þér ágætlega að lesa ensku, en finnur fyrir óöryggi þegar kemur að tali?
  • Átt þú þér draum að skilja og tala ensku þér til gagns, auðveldlega?
  • Finnst þér eins og kennslubækur henti þér ekki?
  • Hefur þér ekki tekist að læra ensku þrátt fyrir margra ára formlegt enskunám í skóla?
  • Finnur þú fyrir feimni eða óöryggi þegar þú þarft að tala ensku?
  • Er erfitt fyrir aðra að skilja þig, þegar þú talar ensku?

Í dag eru fjölmargir aðrir kostir í boði en hefðbundin tungumálanámskeið. Þú getur horft á myndir, farið á youtube o.sfrv. En gallinn við að “gramsa” á netinu liggur í því að framvindan er stefnulaus og oftar en ekki endar þú á að eyða tímanum í eitthvað allt annað en þú ætlaðir að gera.

english-phoneLearn Real English er tungumálanámskeið sem gerir þér kleift að slípa enskuna vel og rækilega til. Námskeiðið byggir nánast alfarið á hlustun svo það eru engar æfingar sem þú þarft að gera eða fylla út.

Allt námsefni er á rafrænu formi (mp3 hljóðskrár) svo þú getur auðveldlega hlustað á efnið í iPod, spjaldtölvu eða bara símanum þínum. Þannig getur þú nýtt tímann betur og lært meðan þú ferð í göngu, á æfingu, ryksugar eða hvað annað sem þér dettur í hug.

 

 Skoða nánar

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!