Eru smáorðin oft lesin vitlaust, þeim breytt eða jafnvel sleppt? (Myndband)

Eru smáorðin oft lesin vitlaust, þeim breytt eða jafnvel sleppt? (Myndband)

Flestir sem greinast með lesblindu eiga eitt sameiginlegt.  Smáorðin reynast þeim oft erfið.  Þau eru oft lesin vitlaust og jafnvel sleppt.  Algengt er að lesa “og” sem “ég”, “það” sem “að”, “vera” sem “var” og svo mætti lengi telja.  Kíktu á þetta myndband og athugaðu hvort þú kannast við einkennin.

youtube-logoÍ myndbandinu les 9 ára drengur úr léttlestrarbókinni “Mús í móa” sem ætluð er byrjendum í lestri.  Í myndbandinu heyrum við hvernig hann les við upphaf Davis lesblindunámskeiðs og svo aftur að því loknu.

Hafðu í huga, að við upphaf námskeiðs er nemandinn:

  • Á 3ja ári í grunnskóla.  Þetta eru 3 ár!
  • Undirbúningur fyrir lestrarnámið hófst þegar nemandinn var  5 ára
  • Hann hafði fengið góða aðstoð heima og sérkennslu í skóla

Þetta er að sjálfsögðu algengt.  Að baki liggur oftast þrotlaus vinna og lesæfingar.  Oft árum saman.  Það er ljóst að æfingarnar eru ekki að skila tilætluðum árangri og foreldrar vita það þegar þeir leita til okkar.  Ef þú hefur áhyggjur af stöðu þíns barns þá getur þú pantað stöðuviðtal þar sem farið er yfir stöðuna og uppleggstillaga lögð fram.

Spurningin sem þetta vekur…

Hvernig er hægt að ná svo áþreifanlegum árangri á svo skömmum tíma?  Ef lesturinn hljómar kunnuglega þá getur þú smellt hér til að lesa nánar um Davis lesblindunámskeiðin.

 

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!