Er þetta lesblinda? Sjáðu hvað þú getur gert!

Er þetta lesblinda? Sjáðu hvað þú getur gert!

Vissir þú að á Íslandi glíma milli 40 og 50 þúsund (50.000!) manns við lestrarörðugleika?
Lestrarörðugleikar koma jafnan í ljós við upphaf skólagöngu. Um 9.000 nemendur eru í 1. og 2. bekk á landinu öllu(Heimild: Menntamálaráðuneytið).

Varlega áætlað glíma um 15% við lestrarörðugleika eða 1.350 börn.
Oftast er lesblinda (dyslexia) greind í kringum 4. bekk og leiðin til hjálpar er því löng og ströng.

Mun fleiri nemendur fara hægt af stað í lestri en ná sér á strik síðar og mörg hver eru aldrei greind lesblind. Það er því varlegt að áætla að einungis 1350 börn þarfnist sértækrar hjálpar. Víða er slík hjálp einfaldlega ekki í boði, t.d. vegna smæðar skóla eða skorts á kennurum.

Heimalestur (Fjarnámskeið)

Leslinda? Fjarnámskeið fyrir foreldraHeimalestur er fjarnámskeiðnámskeið sem Betra nám býður foreldrum yngstu nemendanna, eins konar foreldraþjálfun, þar sem foreldrið fær aðstoð við að þjálfa barn sitt heima.

Guðni Kolbeinsson les af sinni alkunnu snilld.

Mundu að amk. 1350 nemendur sem nú eru í fyrsta og öðrum bekk eiga líklega eftir að greinast með lesblindu eftir nokkur ár. Margir þeirra búa úti á landi og hafa jafnvel ekki aðgang að sérkennslu né öðrum sér úrræðum.

Með því að deila því sem þú lest núna, t.d. á facebook – muntu gera það sem í þínu valdi stendur svo fleiri megi góðs af.

Kynntu þér allt um námskeiðið á heimasíðu þess, www.heimalestur.betranam.is

Póstklúbburinn kallar!

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!