Er auðveldara að dáleiða fólk með litla athygli?

Er auðveldara að dáleiða fólk með litla athygli?

Flestir sem greinast með athyglisbrest eru í reynd með mjög góða athygli. E.t.v. einum of góða, hún er hreinlega alls staðar (Sjá víðhygli).
Huganum má skipta í tvennt, vitund og undirvitund. Um 90% heilastarfsemi okkar er talin vera ómeðvituð, þ.e. fer fram í undirvitundinni. Aðeins um 10% eru meðvitaðar hugsanir. Þær hugsanir fylla athygli okkar engu að síður og því finnst okkur eins og athyglin taki mun meira rými en hún raunverulega gerir.
Undirvitundin er gríðarlega öflug, hún er „sjálfstýringin“ okkar. Allt sem þú gerir án þess að hugsa um það sér undirvitundin um. Allt frá því að anda til þess að halda jafnvægi sér undirvitundin um.

hypnosisEf þú gerir eitthvað nógu oft er líklegt að undirvitundin taki að lokum yfir. Eftir það þarftu ekki mikið að hafa fyrir þeim hlut. Þannig lærðir þú að ganga, hlaupa, synda og keyra bíl. Í fyrstu var það erfitt og krafðist einbeitingar, en með tímanum varð það sjálfvirkt og …ómeðvitað.
Þannig lærðir þú líka að lesa.

En til hvers er þá athyglin? Jú, það er ekki æskilegt að aðgangur að undirvitundinni sé of greiður. Því undirvitundin hugsar ekki rökrétt og gerir ekki greinarmun á góðum og slæmum ávönum. Margir hafa tamið sér alls konar ósiði án þess að hafa ætlað sér það.

Undirvitundin geymir hins vegar gildi okkar og sannfæringu. Við stjórnumst af þessum gildum og tökum stórar og litlar ákvarðanir byggðar á þeim –oftast án þess að taka eftir því eða að hafa hugmynd um það.

Athyglin er eins konar skjöldur (eða lok) yfir undirvitundinni

Athyglin ver undirvitundina fyrir óæskilegum áhrifum og upplýsingum
Athyglin er nokkurs konar varðmaður. Með henni hugsum við „rökrétt“ (eða reynum það;). Hún kemur í veg fyrir að við trúum hverju sem er. Ef þessi háttur væri ekki á þá væri hætta á að undirvitundin fylltist af mjög röngum skilaboðum og við myndum auðveldlega stjórnast af áhrifum og áhrifavöldum í umhverfi okkar.

Athuglin skimar umhverfið fyrir hættum

Við þurfum athygli til að taka eftir hlutum. Athyglin gerir þér kleift að ganga örugg yfir götu, keyra bíl og gera annað sem gæti orsakað hættu ef athyglin væri ekki til staðar.

Dávaldur hefur greiðari aðgang að undirvitund manneskju og þess vegna er dáleiðslumeðferð oft árangursrík því athygli viðkomandi stendur síður í veginum fyrir fyrirmælum leiðbeinandans.

Hafðu í huga að „rökhugsunin“ okkar stjórnast oft af neikvæðri sjálfsmynd og lélegu sjálfsmati sem kemur í veg fyrir bata eða jákvæða hegðunarbreytingu.
Dáleiðari hjálpar einstaklingnum í djúpa slökun þar sem við erum mun opnari og móttækilegri fyrir upplýsingum í slöku hugarástandi en ella. Að sama skapi „lokar“ streita og kvíði okkur. Þú hefur e.t.v upplifað það að gleyma staðreyndum á prófi eða einhverju álíka sem þú mætavel átt að vita.

2 leiðir að undirvitundinni

Slökun, íhugun og dáleiðsla taka oft nokkurn tíma þar sem það tekur einstaklinginn góðan tíma að ná sér niður, slaka á áður en meðferðin getur hafist.

Önnur leið er að koma manneskjunni á óvart. Þegar manni bregður þá er athyglin á útopnu í nokkrar sekúndur á eftir. Skyndilegur hvellur ræsir viðvörunarkerfi heilans og athyglin fer í fluggír og skimar umhverfið eins og hún sé að segja „hvað næst, er hætta á ferðum?“.

Um leið og við áttum á því að þetta var aðeins hurð sem skall aftur þá róumst við aftur. En þetta getur líka verið ástæðan fyrir því að áföll og „sjokk“ rista svo djúpt sem raun ber vitni.

Áföll og fælni

Ótti við köngulær er algengur

Ótti við köngulær er algengur

Hundur sem glefsar í barn getur orsakað hundafælni sem endist fram á fullorðinsár. Lyfta sem stöðvast getur orsakað innilokunarkennd og svo mætti lengi telja. Þessir hlutir gleymast seint og skilja oft eftir sig „ör“ sem undirvitundin gleymir ekki. Hvenær sem þú lendir í áþekkum aðstæðum kallar undirvitundin fram sömu tilfinningaviðbrögðin og hún geymdi þegar upphaflega áfallið dundi yfir.

Aðgangur að undirvitund er vandmeðfarinn, eitt það góða er að með aðferðum eins og dáleiðslu, NLP ofl. má oft hjálpa einstaklingum að komast yfir erfiða hluti eða breyta hegðun sem annars gæti tekið langan tíma að gera.

Áhrifamáttur dáleiðslu

Þú sérð hér áhrifamátt þessarar aðferðar, þar sem sjónvarpsdávaldurinn Derren Brown kemur fórnarlambi sínu á óvart á miðri leið yfir götu með því að stíga í veg fyrir það.

Við það að bregða konunni þá opnast aðgangur að undirvitund hennar þar sem athyglin skimar umhverfið til að ákveða næstu skref. Á þessu augnabliki er hugur konunnar mjög móttækilegur fyrir fyrirmælum.

Við heyrum ekki hvað Derren segir henni en það er ljóst að hann telur henni trú um að fætur hennar límist fastir við götuna. Og hún trúir því eins og nýju neti. Mundu að þegar aðgangur að undirvitund er greiður þá er rökhugsun í lágmarki og hlutverk undirvitundar er ekki að hugsa rökrétt.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að þetta ástand varir þó ekki mjög lengi og fjarar út ef dávaldurinn „afléttir“ því ekki fyrr.  Dávaldur lætur viðkomandi ekki gera neitt sem stríðir gegn hans eða hennar réttlætiskennd.

Sjáðu hvernig Derren Brownum dáleiðir konu á einu augnabliki

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!