Frosin(n) þegar mest á reynir? Prófaðu þetta næst þegar taugaveiklunin nær tökum á þér!

Frosin(n) þegar mest á reynir? Prófaðu þetta næst þegar taugaveiklunin nær tökum á þér!

Hefur þú upplifað “heilafrost”? Nafn einhvers sem þú þekkir vel dettur úr þér? Hefur þú verið í prófi og fundið hvernig spennan hleðst upp og skellir heilanum í lás? Til er ótrúlega einföld leið sem losar um þetta hugarástand fljótt og vel.Ég hef áður skrifað um athyglina, að hún beinist annað hvort inn á við (að hugsunum okkar) eða út á við (að umhverfinu).

Ímyndanir eru dæmi um þetta. Þá beinum við athyglinni að hugsunum okkar. Það getur verið gaman að ímynda sér eitthvað. En stundum missum við tökin á hugsunum okkar og áhyggjur hrannast upp. Margir finna fyrir þessu þegar þeir slaka á, t.d. þegar þeir fara að sofa.

Stundum gerist þetta þegar á reynir, t.d. í prófum. Þegar við munum ekki svarið eykst spennan og vítahringur myndast.

Skyndilega “blokkerast” hugurinn og spennan rýkur upp.

Næst þegar þú þarft að ná áttum og þarft á skyndilegri slökun að halda, reyndu þá þetta:
Beindu athygli þinni að einhverju í umhverfinu. Þetta kann að hljóma einfalt, en allar góðar aðferðir eru í eðli sínu einfaldar. Þetta er e.t.v. einfalt en ekki endilega auðvelt.

Heyrir þú fuglasöng?

Heyrir þú fuglasöng?

Prófaðu að loka augunum í 10 sekúndur og beina athyglinni 100% að hljóðum í umhverfi þínu.
Hvað heyrir þú? Umhverfið er fullt af hljóðum sem við tökum ekki eftir, athyglin virðist sía þau út. Suð í miðstöðvarofnum, bílaumferð í fjarska, fuglasöngur, fótatak á efri hæðinni, útvarp og svo mætti lengi telja.

Það er góð æfinga að loka augunum í nokkur andartök og finna a.m.k. 3 mismunandi hljóð í umhverfinu.
Þú getur líka prófað að beina athyglinni að önduninni eða einhverju öðru sem þú finnur fyrir. Það þarf að vera eitthvað sem þú sérð, heyrir eða skynjar. Þessi tækni er þekkt af þeim sem stunda gjörhygli (e. mindfullness).

Hvers vegna virkar þetta svona vel?

Vegna þess að heilinn getur ekki hugsað um tvennt í einu með góðu móti. Með því að beina athyglinni að hljóðum beinir þú athyglinni vísvitandi að skilaboðum frá skilningarvitunum. Hugurinn tekur við boðum frá umhverfinu og þannig tekur þú athyglina af því sem er að valda spennunni. Við getum ekki velt okkur upp úr áhyggjum okkar ef athygli okkar er 100% á umhverfinu.

Hreyfing hefur góð áhrif á andlega líðan

Hreyfing hefur góð áhrif á andlega líðan

Íþróttir og fleira sem dreifir huganum (beinir honum að athyglinni) framkallar þessa hvíld líka. Þeir sem stunda göngur, spila golf, veiða eða fara á skíði vita hvað ég meina.  Við gleymum stund og stað.

email-footer

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!