Áttu erfitt með að halda þér að verki? Eru hlutirnir ekki að “flæða”?

Áttu erfitt með að halda þér að verki? Eru hlutirnir ekki að “flæða”?

Þú situr við tölvuna og ert tilbúin(n) að byrja. Stundum er þetta ekkert mál og textinn flæðir eins og af sjálfu sér, en stundum…gerist ekki neitt.
Flæði er lykillinn. En hvers vegna flæða hugsanir okkar fyrirhafnarlaust eina stundina en sitja svo fastar þá næstu? Heilabylgjur okkar eru mælanlegar og þær breytast í samræmi við hugarástandið. Einstaklingur í slöku ástandi er á annarri bylgju (bókstaflega) en sá sem er æstur eða reiður.

Hvor einstaklingurinn er líklegri til að koma einhverju frá sér? Þegar þú slakar á “opnast” hugurinn og hugsanirnar flæða eins og vatn, nánast af sjálfu sér. Þetta hugarástan (flæði) veitir vellíðan og er eftirsóknarvert í eðli sínu.

Þrautþjálfaðar hreyfingar

Þrautþjálfaðar hreyfingar

Við finnum þetta þegar okkur gengur vel, þegar eitthvað leikur í höndunum á okkur, það er eins og við séum í leiðslu, á sjálfstýringu. Einstaklingur sem hjólar, skíðar, prjónar eða les er líklegur til að finna fyrir flæði, a.m.k. stöku sinnum.  Flæði er oft falið í líkamlegri hreyfingu sem við höfum náð góðum tökum á.

Þegar allt fellur fullkomlega saman eins og samstillt hljómsveit, þá finnum við til öryggis og líður vel. Við erum líklegri til að upplifa flæði þegar við erum að gera eitthvað einfalt, s.s. að vinna í höndunum (eitthvað verklegt) en þegar við horfum á sjónvarp eða “höngum” í tölvu.

Mötun kallar á leiða

Slík mötun kallar ekki á flæði og er því líkleg til að valda leiða til lengdar. Sá sem hangir í tölvu eða fyrir framan sjónvarpið leiðist á endanum. En það þýðir ekki að hann geri neitt í því.

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað finnst þér? Sendu línu!