5 ranghugmyndir um hraðlestur

5 ranghugmyndir um hraðlestur

Hefur þú einhvern tímann séð einhvern renna hratt í gegnum texta og hugsað með þér “ég get ekki lesið svona hratt, ég er svo hæglæs”. Hvernig er þetta hægt? Geta lesblindir lært hraðlestur?  Er hraðlestur ekki bara svindl?

Lærðu meira um 5 algengar ranghugmyndir um hraðlestur!

#1: Það er betra að einbeita sér að hverjum staf fyrir sig

Margir halda að með því að lesa rétt frá einum staf til annars aukist lesskilningur. Rangt! Textinn hér að neðan sýnir það vel að heilinn getur auðveldlega þekkt orð þrátt fyrir að innbyrðis stafaröð sé röng. Hvers vegna? Heilinn þekkir orðið sem heild (orðmynd) og tengir við merkingu þess. Það að einblína um of á röð stafanna hægir bara á lestrarhraða og eykur erfiðleika í lestri. Nemendur sem glíma við lestrarörðugleika “festast” gjarnan í hljóðaaðferðinni og lesa því löturhægt árum og árum saman.  Í þessu samhengi er vert að benda á vefnámskeiðið “Lesum hraðar” sem þjálfar þetta.

Stafarugl

#2: Hægur lestur = betri einbeiting og meiri skilningur

Margir halda að það sé auðveldara að einbeita sér þegar lesið er hægt. Í raun er einbeiting ekki bara spurning um vilja, heldur snýst þetta um að lesa á þokkalegum hraða. Það er erfitt að einbeita sér þegar hlutirnir gerast mjög hægt, mun hægar en maður hugsar. Ímyndaðu þér að þú horfir á DVD mynd í hægri spilun (slow motion) þér myndi leiðast fyrr en varir. Myndirnar hér að neðan sýnir hvernig lesandinn stoppar á hverju orði. Með þjálfun, nær lesandinn hins vegar að skynja orðin í hópum. Þetta gerir lesandanum kleift að lesa hraðar og fækka „stoppum“ meðan á lestri stendur.  Teldu hópana hér að neðan eins hratt og þú getur og finndu muninn.

Teldu bláu kassana eins og hratt og þú getur

Teldu bláa kassana núna – hvort er þægilegra?

#3: Hraðari lestur = minni skilningur

Mörgum lesendum finnst þeir aðeins geta notið lestrarins þegar þeir lesa hægt. Í raun gildir oftast það gagnstæða. Þegar lesið er hraðar, lyftast orðin af síðunni og verða að mynd í huga okkar. Hinn “venjulegi lesandi” les u.þ.b. 180-250 orð á mínútu (hraði talaðs máls) og endurles u.þ.b. 67% af textanum (e. regression) til að öðlast betri skilning.  Margir lesa enn hægar, jafnvel niður í 100 orð á mínútu.  Að lesa svo miklu hægar en maður hugsar er ekki til þess gert að auka ánægju af lestri.

#4: Við njótum lestrarins betur ef við lesum hægt

Margir lesendur halda að þegar þeir lesa hratt þá hrapi skilningur þeirra svo mikið að þeir geti ekki lengur notið lestrarins. Staðreyndin er hins vegar sú að skilningurinn veltur einkum á því hvernig okkur gengur að ná merkingunni úr textanum og setja hana í samhengi. Sumir lesa hratt með góðum skilningi. Aðrir lesa hægt og muna sjaldnast það sem þeir lesa. Það sem við vitum – og hefur verið rannsakað – er að með því að lesa hraðar eykst skilningurinn. Punktur!

#5: Þeir sem lesa hratt (hraðlesa) sleppa smáorðum

Að lokum, algengur misskilningur varðandi hraðlestur er að sumum orðum, s.s. “í”, “af”, “því”  sé sleppt til að lesa hraðar. Þetta er ekki rétt! Þessi orð eru mikilvæg og nauðsynleg til að skilja efni textans.
Neðangreindur texti sýnir svo ekki verður um villst að það er ómögulegt að ná efni hans með því að útiloka þessi orð.

Smáorðum sleppt

Smáorðum sleppt – lítið samhengi

Smáorð

Smáorðin lesin – heildstæð mynd næst af merkingu textans

Í lokin má svo segja að þótt enginn “réttur” lestrarhraði sé til þá er almenna reglan sú að hægur lestur (undir meðalhraðar) skapar fleiri vandamál en hann leysir.  Oft skýtur svo skökku við að þeir sem “verja” hægan lestur með álíka rökum og sjá má hér að ofan eru oftar en ekki þeir sem glíma einnig við lestrarvandamálin.  Þessi hópur kvartar undan miklu lestrarálagi, að þeir haldi ekki einbeitingu og þreytist fljótt við lestur.  Enda reynist lestur þeim síður en svo ánægjulegur og þeir lesa sem sjaldan og lítið.

Það er því sannarlega til mikils að vinna!

Betra nám hefur um árabil haldið einstaklingsmiðuð námskeið í hraðlestri.  Afrakstur þeirra er nú aðgengilegur á vefnum undir heitinu “Lesum betur”, en það er hraðlestrarnámskeið fyrir alla fjölskylduna sem byggir m.a. á efni frá Guðna Kolbeinssyni og Fjölni Ásbjörnssyni.

Hraðlestrarnámskeiðið Lesum betur

Lærðu hraðlestur heima

Þeir félagar gáfu út hraðlestrarnámskeiðið “Lestu betur” fyrir mörgum árum og er það fyrir löngu orðið klassískt.
Smelltu hér til að skoða hraðlestrarnámskeiðið betur.  Það er auðvelt að gera áskrifandi.

 

 

 

Áhugaverðir tenglar

Hér getur þú mælt lestrarhraða þinn og lesskilning:

Lesæfing fyrir börn
Lesæfing fyrir 13 ára og eldri

 

Ummæli

ummæli lesenda

Fáðu nýjustu póstana beint í innhólfið þitt!

Um Kolbeinn Sigurjónsson

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og starfræki Betra nám. Markmið Betra náms er að veita ráðgjöf og úrræði í tengslum við lesblindu og námsörðuguleika sem henta aldri og getu hvers og eins. Betra nám hefur boðið upp á Davis lesblindunámskeið og tók virkan þátt í innleiðingu Davis aðferðafræðinnar á Íslandi.

Ég er með diploma réttindi frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (Davis Dyslexia Association International), auk réttindi til dáleiðslumeðferða (Dip.Hyp.Therapy) og B.sc. í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Athugasemdir

  1. Sigrún Jónsdóttir segir

    Gott að sjá þetta blogg.
    Starfa sem þroskaþjálfi og á sjálf stráka annar er með lesblindu og hinn með stærðfræðiblindu.

    Er spennt að kynna mér meira um hraðlestur fyrir þann lesablinda sem er hægles og vildi geta lesið sér til ánægju.
    kv Sigrún

  2. Takk fyrir það Sigrún. Í póstklúbbnum er í boði frítt “póstklúbbsnámskeið” í hraðlestri, e.t.v. áhugavert fyrir ykkur.

Hvað finnst þér? Sendu línu!