BETRA NÁM

 

Fátt skiptir okkur meira máli en framtíð barnanna okkar. Námsörðugleikar skerða möguleika þúsunda barna. Ef þitt barn þarf hjálp í lestri eða stærðfræði þá eigum við samleið.

 
LEIÐIR
 

Lestur

Lesum hraðar er einstök lestrarþjálfun fyrir nemendur í 1.-4. bekk sem lesa hægt eða þurfa hjálp.

Reikningur

Reiknum hraðar hentar nemendum í 3.-6. bekk sem reikna á fingrum eða eiga erfitt með að læra margföldun.

Stærðfræði

Allt um almenn brot og algebru er vandað námskeið fyrir nemendur í 7.-10. bekk sem standa tæpt eða hafa dregist aftur úr.

Minnistækni
Utanbókarlærdómur er og verður alltaf stór hluti náms.  Skólakerfið er einfaldlega þannig upp byggt.  En skyldi námið ganga betur ef[...]
Leyndarmálið að baki meiri árangri í lestri?
Áttu barn sem les hægt eða þarf hjálp í lestri?  Það er sama hvaða aðferðum er beitt, þetta er líklega[...]
Nei, þú vinnur ekki best undir pressu
Líttu á streitu og pirring sem truflun, hindrun.  Eitthvað sem tekur augu þín af markmiðum þínum.  Jú, hæfilegur þrýstingur er[...]
Fjarnámskeið í stærðfræði fyrir 6.-10. bekk
Í gegnum tíðina hafa margir haft samband við mig og falast eftir stærðfræðiaðstoð eða einkakennslu.  Þörfin á slíkri þjónustu er[...]

Sérhæfing í námsúrræðum

Sérhæfð ráðgjöf og námskeið fyrir nemendur sem eiga erfitt updráttar í skóla.  Við einbeitum okkur að lestrar- og stærðfræðiörðugleikum og bjóðum í dag upp á einfaldar og hagkvæmar lausnir í formi heimaþjálfunar fyrir þennan hóp.

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og hef starfað við lesblinduráðgjöf frá árinu 2004, eftir að hafa lært lesblinduráðgjöf hjá Davis Dyslexia Association (DDAI).  Ég tók þátt í að innleiða Davis lesblinduráðgjöf á Íslandi ásamt fleirum undir merkjum Lesblindusetursins í Mosfellsbæ,  Eftir það tók Betra nám til starfa og ég frá upphafi einbeitt mér að því að hjálpa nemendum sem eiga erfitt uppdráttar í skóla vegna lestrar- og stærðfræðiörðugleika.

Í gegnum tíðina hef ég starfað með ótal einstaklingum en líka Mími símenntun, Fræðslumiðstöð Suðurlands og Hringsjá auk þess að hafa verið ráðgefandi í ýmsum fjölmiðlum.

Þarftu hjálp? Þótt vandinn virðist snúinn þarf lausnin ekki að vera það!

NÁMSKEIÐ

Námskeiðin eru einföld í notkun og áhrifarík.  Æfingatími er stuttur og kostnaðurinn langt undir því sem einkakennsla eða önnur sambærileg aðstoð myndi kosta.

Lesum hraðar

Fyrir nemendur í 1.-4. bekk sem þurfa hjálp í lestri.

Reiknum hraðar

Áttu barn í 3.-6. bekk sem reiknar á fingrum eða á erfitt með margföldun.

Brot & algebra

Frábært námskeið fyrir nemendur í 7.-10. bekk sem standa tæpt í stærðfræði eða hafa dregist aftur úr.

Betra minni á 4 vikum

Minnistækni fyrir nám, starf og daglegt líf

Tungumál

Engar bækur, engin verkefni.  Bara hlustun sem virkar.

Stuðningur

Ég legg mig fram um að vera til staðar fyrir þig þegar á reynir.  Þú getur því haft samband við mig þegar spurningar vakna um hvaðeina sem tengist þjálfuninni.

Námsörðugleikar á Rás 2

Hlustaðu á viðtal á Rás 2 sem lætur þig sjá námsörðugleika í öðru ljósi.

Betra nám hefur verið ráðleggjandi í fjölmiðlum varðandi nám og námsörðugleika

ANDRÉS ÖND FYLGIR MEÐ!

Andrés önd og félagar fylgja með skráningu að Lesum hraðar lestrarþjálfuninni.